„Það sem réði kannski úrslitum í kvöld var einbeitingarskortur hjá mínum drengjum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld.
„Valsmenn voru góðir í ákveðnum atriðum, vörðust vel sem lið og nýttu þau færi sem þeir fengu einnig vel, en við vorum líka fínir í ákveðnum atriðum en það sem stendur eftir er að þeir unnu leikinn".
„Við sem þjálfarar þurfum að kíkja á hvað sé að fara úrskeiðis og reyna að laga það. Núna verðum við að klemma rasskinnarnar aðeins saman og fara halda markinu hreinu, það gengur ekki að við fáum á okkur mark í hverjum einasta leik".
Ólafur: Þurfum að klemma saman rasskinnarnar
Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar
Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

