„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld og við spiluðum flottan fótbolta allan leikinn,“ sagði Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld, en Hörður skoraði eitt mark fyrir Val.
„Mér fannst þetta í raun aldrei vera í hættu og ekki mikið spil í liði Blika í kvöld. Við spiluðum bara vel í kvöld og Hemmi Gunn getur verið stoltur af okkur“.
Hörður Sveinsson skoraði annað mark Vals í leiknum og gulltryggði sigurinn.
„Ef ég hefði ekki náð í boltann þá hefði hann farið framhjá,“ sagði Hörður Sveinsson sáttur eftir leikinn í kvöld.
