Veit að þær eru hræddar við okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2011 09:00 27 mörk í aðeins 18 leikjum Margrét Lára Viðarsdóttir verður í sviðsljósinu í dag þegar Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum. Hún biðlar til þjóðarinnar að mæta og styðja við bakið á stelpunum. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar það mætir Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. Stelpurnar okkar hafa kallað eftir stuðningi í leiknum á morgun, en þær hafa átt marga frábæra daga í Laugardalnum undanfarin ár, þar sem aðeins ein orrusta hefur tapast síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við þjálfun liðsins árið 2007. Tveir leikmanna íslenska liðsins státa af frábærri tölfræði á Laugardalsvellinum síðustu ár og það er vonandi að þær geti báðar bætt við hana í leiknum í dag, sem hefst klukkan 16.00. Þóra Björg Helgadóttir hefur haldið marki sínu hreinu í 1.848 daga á vellinum og Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 27 mörk í 18 A-landsleikjum sínum á vellinum. „Það er rosalega mikilvægt að við förum út úr þessum viðureignum með helst níu stig. Það er frábært að byrja á þremur heimaleikjum og komast svolítið á skrið í riðlinum,“ segir Þóra Björg Helgadóttir, sem lék um tíma í norsku deildinni. „Ég þekki margar í norska liðinu og ég veit að þær eru hræddar við okkur. Þær vita að við erum góðar. Ég held að þetta verði bara stál í stál,“ segir Þóra. Þetta verður stríð„Þetta verður stríð,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Við eigum svolítið harma að hefna því mér fannst við ekki eiga góðan leik á móti þeim á Evrópumótinu. Mér fannst þær valta þá yfir okkur í öllum aðgerðum. Við höfum sýnt það á árinu að við erum með hörkulið. Leikmenn okkar eru að fá meiri reynslu á hverjum degi og verða bara betri og betri. Það verður ekkert auðvelt fyrir Norðmennina að ætla eitthvað að valta yfir okkur á morgun,“ segir Margrét Lára. Stærsta fréttin úr íslenska hópnum fyrir þennan leik er að liðið er án Eddu Garðarsdóttur, sem hefur leikið síðustu 26 mótsleiki kvennalandsliðsins, eða alla alvöru landsleiki sem liðið hefur spilað undir stjórn Sigurðar Ragnars. Sakna Eddu„Við erum með miklu breiðari hóp og fleiri stelpur eru komnar með reynslu. Litlu krílin eru komin með 40, 50 leiki og það er bara frábært. Þó að við söknum Eddu hef ég engar stórar áhyggjur af þessu,“ segir Þóra. Edda er þó ekki aðeins brimbrjóturinn á miðju liðsins því hún tekur líka öll föstu leikatriðin, svo sem horn og aukaspyrnur sem skila liðinu jafnan mörgum mörkum. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Eddu því hún er lykilleikmaður í okkar liði. Hún er stór og mikill karakter líka, sem gleymist oft. Við munum leysa það á morgun og það kemur bara einhver önnur sterk inn í hennar stað. Við skorum bara á okkur sjálfar að skora mark úr föstu leikatriði á morgun (í dag). Ég held að það sé gott markmið,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, en það gæti komið í hennar hlut að taka horn og aukaspyrnur liðsins. Þóra hefur haldið hreinu í níu leikjum í röð á Laugardalsvellinum og alls í 814 mínútur. Hún fékk síðast mark á sig á vellinum í A-landsleik í leik á móti Svíum lok ágúst 2006. Elska að spila á Laugardalsvelli„Ég ætla ekki að breyta því og hef sett stefnuna á tíu ár,“ segir Þóra í léttum tón en bætir svo við: „Okkur líður rosalega vel hérna og værum til í að spila alla leikina hér. Við fáum yfirleitt rosalega góðan stuðning og það er náttúrulega allt best á Íslandi,“ segir Þóra og Margrét Lára vonast eftir að fólk fjölmenni í Laugardalinn í dag. „Ég vona að við fáum þjóðina með okkur. Laugardalsvöllurinn er okkar völlur og okkar vígi. Það kemur enginn hingað og tekur eitthvað frá okkur hér. Við elskum að spila hér,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Ég vil skora á fólk að mæta á morgun. Við stelpurnar erum búnar að vera duglegar í vikunni. Við erum búnar að fara í heimsóknir út um allan bæ og höfum látið taka auglýsingar af okkur fyrir blöðin. Við erum að sinna okkar og ég skora á fólk að svara kallinu og mæta á morgun. Við þurfum bara að fylla völlinn og þá eiga Norðmennirnir ekki möguleika,“ segir Margrét Lára að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar það mætir Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. Stelpurnar okkar hafa kallað eftir stuðningi í leiknum á morgun, en þær hafa átt marga frábæra daga í Laugardalnum undanfarin ár, þar sem aðeins ein orrusta hefur tapast síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við þjálfun liðsins árið 2007. Tveir leikmanna íslenska liðsins státa af frábærri tölfræði á Laugardalsvellinum síðustu ár og það er vonandi að þær geti báðar bætt við hana í leiknum í dag, sem hefst klukkan 16.00. Þóra Björg Helgadóttir hefur haldið marki sínu hreinu í 1.848 daga á vellinum og Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 27 mörk í 18 A-landsleikjum sínum á vellinum. „Það er rosalega mikilvægt að við förum út úr þessum viðureignum með helst níu stig. Það er frábært að byrja á þremur heimaleikjum og komast svolítið á skrið í riðlinum,“ segir Þóra Björg Helgadóttir, sem lék um tíma í norsku deildinni. „Ég þekki margar í norska liðinu og ég veit að þær eru hræddar við okkur. Þær vita að við erum góðar. Ég held að þetta verði bara stál í stál,“ segir Þóra. Þetta verður stríð„Þetta verður stríð,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Við eigum svolítið harma að hefna því mér fannst við ekki eiga góðan leik á móti þeim á Evrópumótinu. Mér fannst þær valta þá yfir okkur í öllum aðgerðum. Við höfum sýnt það á árinu að við erum með hörkulið. Leikmenn okkar eru að fá meiri reynslu á hverjum degi og verða bara betri og betri. Það verður ekkert auðvelt fyrir Norðmennina að ætla eitthvað að valta yfir okkur á morgun,“ segir Margrét Lára. Stærsta fréttin úr íslenska hópnum fyrir þennan leik er að liðið er án Eddu Garðarsdóttur, sem hefur leikið síðustu 26 mótsleiki kvennalandsliðsins, eða alla alvöru landsleiki sem liðið hefur spilað undir stjórn Sigurðar Ragnars. Sakna Eddu„Við erum með miklu breiðari hóp og fleiri stelpur eru komnar með reynslu. Litlu krílin eru komin með 40, 50 leiki og það er bara frábært. Þó að við söknum Eddu hef ég engar stórar áhyggjur af þessu,“ segir Þóra. Edda er þó ekki aðeins brimbrjóturinn á miðju liðsins því hún tekur líka öll föstu leikatriðin, svo sem horn og aukaspyrnur sem skila liðinu jafnan mörgum mörkum. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Eddu því hún er lykilleikmaður í okkar liði. Hún er stór og mikill karakter líka, sem gleymist oft. Við munum leysa það á morgun og það kemur bara einhver önnur sterk inn í hennar stað. Við skorum bara á okkur sjálfar að skora mark úr föstu leikatriði á morgun (í dag). Ég held að það sé gott markmið,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, en það gæti komið í hennar hlut að taka horn og aukaspyrnur liðsins. Þóra hefur haldið hreinu í níu leikjum í röð á Laugardalsvellinum og alls í 814 mínútur. Hún fékk síðast mark á sig á vellinum í A-landsleik í leik á móti Svíum lok ágúst 2006. Elska að spila á Laugardalsvelli„Ég ætla ekki að breyta því og hef sett stefnuna á tíu ár,“ segir Þóra í léttum tón en bætir svo við: „Okkur líður rosalega vel hérna og værum til í að spila alla leikina hér. Við fáum yfirleitt rosalega góðan stuðning og það er náttúrulega allt best á Íslandi,“ segir Þóra og Margrét Lára vonast eftir að fólk fjölmenni í Laugardalinn í dag. „Ég vona að við fáum þjóðina með okkur. Laugardalsvöllurinn er okkar völlur og okkar vígi. Það kemur enginn hingað og tekur eitthvað frá okkur hér. Við elskum að spila hér,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Ég vil skora á fólk að mæta á morgun. Við stelpurnar erum búnar að vera duglegar í vikunni. Við erum búnar að fara í heimsóknir út um allan bæ og höfum látið taka auglýsingar af okkur fyrir blöðin. Við erum að sinna okkar og ég skora á fólk að svara kallinu og mæta á morgun. Við þurfum bara að fylla völlinn og þá eiga Norðmennirnir ekki möguleika,“ segir Margrét Lára að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira