Enski boltinn

Redknapp: Meiðsli King ekki svo alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að meiðsli varnarmannsins Ledley King séu ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið. King hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða á sínum ferli.

King meiddist í leik Tottenham gegn Newcastle um helgina og var í fyrstu talið að hann yrði frá í nokkurn tíma vegna meiðslanna.

„Ledley er búinn að fara í myndatöku og er með smávægilega rifu á vöðva. Þetta er því ekki svo slæmt og hann verður ekki lengi frá.“

Redknapp er þó vandi á höndum þar sem varnarmennirnir Michael Dawson, william Gallas og Vedran Corluka eru allir meiddir. „Við erum í basli með miðverðina okkar,“ sagði Redknapp. „Við eigum í raun bara tvo miðverði eftir - Sebastian Bassong og Younes Kaboul.“

„Ef annar þeirra meiðist í leiknum á fimmtudaginn (í kvöld) verðum við því í vandræðum þegar við spilum gegn Blackburn á sunnudaginn,“ bætti Redknapp við en Tottenham mætir Rubin Kazan í Evrópudeild UEFA í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×