Enski boltinn

Heiðar Helgu átti eitt af fimm flottustu mörkum helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman flottustu mörkin í áttundu umferð deildarinnar sem fram fór um helgina. Hundraðasta mark Heiðars Helgusonar í enska boltanum var tilnefnt sem eitt af fimm flottustu mörkunum.

Það er Wigan-maðurinn Mohamed Diame sem á flottasta markið fyrir þrumuskot sitt á móti Bolton en Heiðar átti fjórða flottasta markið fyrir vippu sína á móti Blackburn. Þetta var fyrsti leikur Heiðars í byrjunarliðinu á tímabilinu.  Það er hægt að sjá fimm flottustu mörkin með því að smella hér fyrir ofan.

Sigurmark Robin Van Persie, fyrirliða Arsenal, á móti Sunderland í gær kemst ekki á topp fimm listann en var hinsvegar valið atvik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.  

Eins og vanalega þá er hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi eins og val á besta leikmanninum, liði umferðarinnar, flottustu markvörslunum og atviki helgarinnar. Þar má einnig finna skemmtilegt atvik frá fyrri tímum auk þess sem hægt er að fá stutt yfirlit yfir það helsta sem gerðist í þessari umferð.

Fimm flottustu mörkin í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar:

5. Sebastian Larsson, Sunderland á móti Arsenal

4. Heiðar Helguason, QPR á móti Blackburn

3. Mario Balotelli, Mancheser City á móti Aston Villa

2. James Milner, Mancheser City á móti Aston Villa

1. Mohamed Diame, Wigan á móti Bolton



Besti leikmaður helgarinnar

Lið umferðarinnar

Flottustu markvörslurnar

Atvik helgarinnar

Skemmtilegt sögubrot

Umferðin á fimm mínútum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×