Enski boltinn

Aron og félagar gerðu jafntefli

Aron í leik gegn Leicester.
Aron í leik gegn Leicester.
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City í dag og spilaði allan leikinn er Cardiff gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Ipswich.

Peter Whittingham og Rudy Gestede skoruðu mörk Cardiff en Michael Chopra og Jason Scotland sáu um markaskorunina fyrir Ispwich.

Aron Einar fékk að líta gula spjaldið í leiknum. Cardiff er í sjöunda sæti ensku B-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×