Minnast spámannsins í rúllukragabolnum 6. október 2011 07:28 Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. „Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það," segir forsetinn um forstjórann. Bill Gates, stofnandi Microsoft og jafnaldri Jobs, fer einnig fögrum orðum um þennan keppinaut sinn í tæknibransanum. Hann segir að Jobs hafi haft gríðarleg áhrif á tækniheiminn, áhrif sem munu vara í margar kynslóðir. Gates segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna með honum. „Ég mun sakna Steve ákaflega mikið," segir Gates. Jobs hafði barist við krabbamein í brisi um nokkurn tíma og þurfti að lokum að bíða í lægra haldi. Jobs hefur leitt Apple fyrirtækið á glæstri sigurbraut og hefur hvert tækniundrið frá fyrirtækinu litið dagsins ljós undir hans stjórn. Nægir þar að nefna iMac tölvuna, iPod tónlistarspilarann og iPhone farsímann sem allir aðrir símar eru bornir saman við nú um stundir. Frá því Jobs tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu á nýjan leik árið 1996 hefur hagur fyrirtækisins vænkast stórkostlega og er nú svo komið að Apple er talið vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Jobs, sem var fæddur árið 1955 fékk snemma áhuga á tölvum og árið 1976 stofnaði hann Apple fyrirtækið í bílskúrnum heima hjá sér ásamt félaga sínum Steve Wozniak. Jobs var þá nítján ára gamall. Fyrstu heimilistölvurnar, Apple I og Apple II komu síðan á markaðinn ári seinna og slógu í gegn þar sem þær voru mun einfaldari í notkun en aðrar sambærilegar tölvur á þeim tíma. Þeir félagar yfirgáfu síðan Apple, Wozniak árið 1981 og Jobs fjórum árum seinna. Hann snéri þó aftur í forstjórastólinn og gerð Apple að einu frægasta vörumerki heims með fylgjendur sem hafa nánast tilbeðið spámanninum í rúllukraganum, eins og hann var stundum kallaður. Tengdar fréttir Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. „Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það," segir forsetinn um forstjórann. Bill Gates, stofnandi Microsoft og jafnaldri Jobs, fer einnig fögrum orðum um þennan keppinaut sinn í tæknibransanum. Hann segir að Jobs hafi haft gríðarleg áhrif á tækniheiminn, áhrif sem munu vara í margar kynslóðir. Gates segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna með honum. „Ég mun sakna Steve ákaflega mikið," segir Gates. Jobs hafði barist við krabbamein í brisi um nokkurn tíma og þurfti að lokum að bíða í lægra haldi. Jobs hefur leitt Apple fyrirtækið á glæstri sigurbraut og hefur hvert tækniundrið frá fyrirtækinu litið dagsins ljós undir hans stjórn. Nægir þar að nefna iMac tölvuna, iPod tónlistarspilarann og iPhone farsímann sem allir aðrir símar eru bornir saman við nú um stundir. Frá því Jobs tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu á nýjan leik árið 1996 hefur hagur fyrirtækisins vænkast stórkostlega og er nú svo komið að Apple er talið vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Jobs, sem var fæddur árið 1955 fékk snemma áhuga á tölvum og árið 1976 stofnaði hann Apple fyrirtækið í bílskúrnum heima hjá sér ásamt félaga sínum Steve Wozniak. Jobs var þá nítján ára gamall. Fyrstu heimilistölvurnar, Apple I og Apple II komu síðan á markaðinn ári seinna og slógu í gegn þar sem þær voru mun einfaldari í notkun en aðrar sambærilegar tölvur á þeim tíma. Þeir félagar yfirgáfu síðan Apple, Wozniak árið 1981 og Jobs fjórum árum seinna. Hann snéri þó aftur í forstjórastólinn og gerð Apple að einu frægasta vörumerki heims með fylgjendur sem hafa nánast tilbeðið spámanninum í rúllukraganum, eins og hann var stundum kallaður.
Tengdar fréttir Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52