Umfjöllun: Valur vann í bragðlausum Reykjavíkurslag Guðmundur Marinó Ingvarsson á Vodafonevellinum skrifar 22. maí 2011 13:57 Mynd/Daníel Það var ekki mikið um glæsileg tilþrif þegar Valur lagði Fram 1-0 í nágrannaslag kvöldsins í Pepsí deild karla. Markið kom fjórum mínútum fyrir leikslok en Valur batt þar með enda á tveggja leikja taphrinu. Fram situr eftir á botninum með eitt stig úr fimm leikjum. Framarar mættu til leiks með það hugarfar að kæfa leikinn og hindra Valsmenn í sínum sóknaraðgerðum á kostnað síns eigin sóknarleiks. Engu að síður átti Fram þrjá fína spretti í upphafi leiks þar sem þeir nýttu sér vandræði Pól í vinstri bakverði Vals. Herslumuninn vantaði þó að liðið skapaði sér færi enda helstu sóknarmenn liðsins ýmist á bekknum eða meiddir. Valsmenn unnu sig hægt en örugglega inn í leikinn og stjórnuðu ferðinni án þess að skapa sér færi fyrr en í seinni hálfleik. Á stuttum kafla átti Valur annars vegar skalla að marki sem var varinn á marklínu, Jóni Orri gerði það eftir skalla Hauks Páls og hins vegar skaut Guðjón Pétur í þverslánna úr aukaspyrnu. Eftir það þyngdist sókn Vals og þeim tókst að skapa sér eitt færi skömmu fyrir leikslok sem Guðjón Pétur nýtti og því fóru stigin þrjú til Vals en Fram situr eftir með sárt ennið. Það bendir allt til þess að sumarið verði langt fyrir Framara landsins og ljóst að liðið þarf að bæta sóknarleik sinn mikið ætli liðið hreinlega ekki að falla niður um deild. Mjög fátt jákvætt er hægt að skrifa um leik liðsins í kvöld og þó það sé góðra gjalda vert að stefna að því að halda hreinu þá þarf einnig að bjóða upp á lágmarks hugmyndaauðgi í sóknarleiknum, lið heldur sér ekki uppi á því að stefna á markalaust jafntefli í hverjum leik. Valsmenn gerðu vel að landa sigri og finna leiðina í mark Fram í kvöld en til þess þurfti mikla þolinmæði og dugnað og það sýndu heimamenn þó fótboltinn hafi verið allt annað en fallegur. Stuðningsmenn liðsins fyrirgefa það væntanlega þar sem liðið nálgaðist topplið deildarinnar með þessum sigri.Valur-Fram 1-0 1-0 Guðjón Pétur Lýðsson ´86 Vodafonevöllur. Áhorfendur: 1.073 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 5 Skot (á mark): 8-3 (3-1) Varið: Haraldur 1 – Ögmundur 2 Hornspyrnur: 2-5 Aukaspyrnur fengnar: 10-8 Rangstöður: 2-0Valur 4-3-3: Haraldur Björnsson 5 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Halldór Kristinn Halldórsson 6 Pól Jóhannus Justinussen 3 Guðjón Pétur Lýðsson 6Haukur Páll Sigurðsson 6 - maður leiksins Christin R Mouritsen 5 (81. Jón Vilhelm Ákason -) Rúnar Már Sigurjónsson 4 (84. Andri Fannar Stefánsson -) Hörður Sveinsson 2 (72. Ingólfur Sigurðsson -) Matthías Guðmundsson 4Fram 4-3-3: Ögmundur Kristinsson 5 Alan Lowing 4 Kristján Hauksson 4 Jón Guðni Fjóluson 5 Samuel Lee Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Daði Guðmundsson 3 Jón Orri Ólafsson 5 Kristinn Ingi Halldórsson 5 Ívar Björnsson 4 (77. .Guðmundur Magnússon -) Almarr Ormarsson 4 (62. Hjálmar Þórarinsson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Það var ekki mikið um glæsileg tilþrif þegar Valur lagði Fram 1-0 í nágrannaslag kvöldsins í Pepsí deild karla. Markið kom fjórum mínútum fyrir leikslok en Valur batt þar með enda á tveggja leikja taphrinu. Fram situr eftir á botninum með eitt stig úr fimm leikjum. Framarar mættu til leiks með það hugarfar að kæfa leikinn og hindra Valsmenn í sínum sóknaraðgerðum á kostnað síns eigin sóknarleiks. Engu að síður átti Fram þrjá fína spretti í upphafi leiks þar sem þeir nýttu sér vandræði Pól í vinstri bakverði Vals. Herslumuninn vantaði þó að liðið skapaði sér færi enda helstu sóknarmenn liðsins ýmist á bekknum eða meiddir. Valsmenn unnu sig hægt en örugglega inn í leikinn og stjórnuðu ferðinni án þess að skapa sér færi fyrr en í seinni hálfleik. Á stuttum kafla átti Valur annars vegar skalla að marki sem var varinn á marklínu, Jóni Orri gerði það eftir skalla Hauks Páls og hins vegar skaut Guðjón Pétur í þverslánna úr aukaspyrnu. Eftir það þyngdist sókn Vals og þeim tókst að skapa sér eitt færi skömmu fyrir leikslok sem Guðjón Pétur nýtti og því fóru stigin þrjú til Vals en Fram situr eftir með sárt ennið. Það bendir allt til þess að sumarið verði langt fyrir Framara landsins og ljóst að liðið þarf að bæta sóknarleik sinn mikið ætli liðið hreinlega ekki að falla niður um deild. Mjög fátt jákvætt er hægt að skrifa um leik liðsins í kvöld og þó það sé góðra gjalda vert að stefna að því að halda hreinu þá þarf einnig að bjóða upp á lágmarks hugmyndaauðgi í sóknarleiknum, lið heldur sér ekki uppi á því að stefna á markalaust jafntefli í hverjum leik. Valsmenn gerðu vel að landa sigri og finna leiðina í mark Fram í kvöld en til þess þurfti mikla þolinmæði og dugnað og það sýndu heimamenn þó fótboltinn hafi verið allt annað en fallegur. Stuðningsmenn liðsins fyrirgefa það væntanlega þar sem liðið nálgaðist topplið deildarinnar með þessum sigri.Valur-Fram 1-0 1-0 Guðjón Pétur Lýðsson ´86 Vodafonevöllur. Áhorfendur: 1.073 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 5 Skot (á mark): 8-3 (3-1) Varið: Haraldur 1 – Ögmundur 2 Hornspyrnur: 2-5 Aukaspyrnur fengnar: 10-8 Rangstöður: 2-0Valur 4-3-3: Haraldur Björnsson 5 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Halldór Kristinn Halldórsson 6 Pól Jóhannus Justinussen 3 Guðjón Pétur Lýðsson 6Haukur Páll Sigurðsson 6 - maður leiksins Christin R Mouritsen 5 (81. Jón Vilhelm Ákason -) Rúnar Már Sigurjónsson 4 (84. Andri Fannar Stefánsson -) Hörður Sveinsson 2 (72. Ingólfur Sigurðsson -) Matthías Guðmundsson 4Fram 4-3-3: Ögmundur Kristinsson 5 Alan Lowing 4 Kristján Hauksson 4 Jón Guðni Fjóluson 5 Samuel Lee Tillen 4 Halldór Hermann Jónsson 5 Daði Guðmundsson 3 Jón Orri Ólafsson 5 Kristinn Ingi Halldórsson 5 Ívar Björnsson 4 (77. .Guðmundur Magnússon -) Almarr Ormarsson 4 (62. Hjálmar Þórarinsson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira