Umfjöllun: Þrenna Kristins sá um Fylkismenn Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 22. maí 2011 14:00 Breiðablik vann sterkan sigur, 3-1, gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld, en Kristinn Steindórsson gerði öll mörk heimamanna. Blikar komust 2-0 yfir eftir aðeins tuttugu mínútna leik, en gestirnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik missti Fylkismenn tvo leikmenn útaf með rauð spjöld, eftir það var róðurinn heldur erfiður fyrir gestina og Blikar innsigluðu 3-1 sigur undir lokin. Leikurinn hófst með miklum látum Kópavogsvellinum og greinilegt að Íslandsmeistararnir í Breiðablik ætluðu að selja sig dýrt. Heimamenn pressu strax frá fyrstu mínútu hátt upp á völlinn og markið lá í loftinu á upphafsmínútunum. Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, skoraði fyrsta mark leiksins eftir 13 mínútna leik. Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Blika, tók virkilega góða hornspyrnu inn í vítateig Fylkis, þaðan barst boltinn til Kristins eftir mikið klafs sem þrumaði honum í netið af stuttu færi. Aðeins fimm mínútum síðar voru heimamenn komnir í 2-0 og aftur var Kristinn Steindórsson á ferðinni. Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, fékk boltann rétt fyrir utan teig, renndi honum laglega á Kristinn sem var kominn einn á móti Fjalari í marki Fylkis. Eftirleikurinn auðveldur en vel klárað hjá þessum snjalla leikmanni. Útlitið var virkilega slæmt fyrir gestina eftir og fátt benti til annars en auðveldur sigur heimamanna, en drengirnir hans Óla Þórðar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og þeir náðu að minnka muninn eftir rúmlega hálftíma leik. Þórir Hannesson skallaði boltann í netið framhjá Ingvari Kale í marki Breiðabliks eftir fína aukaspyrnu frá Tómasi Þorsteinssyni, leikmanni Fylkis. Allt í einu var leikurinn orðin galopinn og spennandi síðari hálfleikur framundan. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og liðin áttu erfitt með að skapa sér góð marktækifæri. Gestirnir í Fylki voru samt ívið hressari og virkuðu ákveðnir í að jafna metin. Þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum fékk Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, tvö gul spjöld á aðeins tveggja mínútna kafla og þ.a.l. rautt og var sendur í sturtu. Eftir það tóku heimamenn öll völd á vellinum og tóku að sækja stíft að marki Fylkis. Aðeins fimm mínútum síðar komst Kristinn Steindórsson, leikmaður Blika, í ákjósanlegt færi inn í vítateig Fylkis, Fjalar Þorgeirsson, markvörður gestanna, feldi Kristinn og vítaspyrna því dæmd. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson , dómari leiksins, ákvað að gefa Fjalari rautt spjald fyrir brotið og því Fylkismenn orðnir 9 á móti 11. Kristinn skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og kláraði þar með leikinn. Breiðablik 3 – 1 Fylkir1-0 Kristinn Steindórsson (13.) 2-0 Kristinn Steindórsson (18.) 2-1 Þórir Hannesson (33.) 3-1 Kristinn Steindórsson (71.) Áhorfendur: 1260 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 4 Skot (á mark): 10 – 7 (5-3) Varin skot: Ingvar 2 – 2 Fjalar Horn: 4 – 1 Aukaspyrnur fengnar: 12 – 13 Rangstöður: 3-3Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Kristinn Jónsson 7 Guðmundur Kristjánsson 7 Jökull Elísabetarson 6 Arnar Már Björgvinsson 5 (46. Andri Rafn Yeoman 7 ) Rafn Andri Haraldsson 6 (82. Tómas Óli Garðarsson -)Kristinn Steindórsson 9 * maður leiksins Dylan Jacob MacAllister 6 (82. Marko Pavlov -)Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 5 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Tómas Þorsteinsson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Gylfi Einarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 (70. Ísak Björgvin Gylfason 5) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 4 (65. Davíð Þór Ásbjörnsson 5) Albert Brynjar Ingason 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Breiðablik vann sterkan sigur, 3-1, gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld, en Kristinn Steindórsson gerði öll mörk heimamanna. Blikar komust 2-0 yfir eftir aðeins tuttugu mínútna leik, en gestirnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik missti Fylkismenn tvo leikmenn útaf með rauð spjöld, eftir það var róðurinn heldur erfiður fyrir gestina og Blikar innsigluðu 3-1 sigur undir lokin. Leikurinn hófst með miklum látum Kópavogsvellinum og greinilegt að Íslandsmeistararnir í Breiðablik ætluðu að selja sig dýrt. Heimamenn pressu strax frá fyrstu mínútu hátt upp á völlinn og markið lá í loftinu á upphafsmínútunum. Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, skoraði fyrsta mark leiksins eftir 13 mínútna leik. Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Blika, tók virkilega góða hornspyrnu inn í vítateig Fylkis, þaðan barst boltinn til Kristins eftir mikið klafs sem þrumaði honum í netið af stuttu færi. Aðeins fimm mínútum síðar voru heimamenn komnir í 2-0 og aftur var Kristinn Steindórsson á ferðinni. Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, fékk boltann rétt fyrir utan teig, renndi honum laglega á Kristinn sem var kominn einn á móti Fjalari í marki Fylkis. Eftirleikurinn auðveldur en vel klárað hjá þessum snjalla leikmanni. Útlitið var virkilega slæmt fyrir gestina eftir og fátt benti til annars en auðveldur sigur heimamanna, en drengirnir hans Óla Þórðar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og þeir náðu að minnka muninn eftir rúmlega hálftíma leik. Þórir Hannesson skallaði boltann í netið framhjá Ingvari Kale í marki Breiðabliks eftir fína aukaspyrnu frá Tómasi Þorsteinssyni, leikmanni Fylkis. Allt í einu var leikurinn orðin galopinn og spennandi síðari hálfleikur framundan. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og liðin áttu erfitt með að skapa sér góð marktækifæri. Gestirnir í Fylki voru samt ívið hressari og virkuðu ákveðnir í að jafna metin. Þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum fékk Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, tvö gul spjöld á aðeins tveggja mínútna kafla og þ.a.l. rautt og var sendur í sturtu. Eftir það tóku heimamenn öll völd á vellinum og tóku að sækja stíft að marki Fylkis. Aðeins fimm mínútum síðar komst Kristinn Steindórsson, leikmaður Blika, í ákjósanlegt færi inn í vítateig Fylkis, Fjalar Þorgeirsson, markvörður gestanna, feldi Kristinn og vítaspyrna því dæmd. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson , dómari leiksins, ákvað að gefa Fjalari rautt spjald fyrir brotið og því Fylkismenn orðnir 9 á móti 11. Kristinn skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og kláraði þar með leikinn. Breiðablik 3 – 1 Fylkir1-0 Kristinn Steindórsson (13.) 2-0 Kristinn Steindórsson (18.) 2-1 Þórir Hannesson (33.) 3-1 Kristinn Steindórsson (71.) Áhorfendur: 1260 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 4 Skot (á mark): 10 – 7 (5-3) Varin skot: Ingvar 2 – 2 Fjalar Horn: 4 – 1 Aukaspyrnur fengnar: 12 – 13 Rangstöður: 3-3Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Kristinn Jónsson 7 Guðmundur Kristjánsson 7 Jökull Elísabetarson 6 Arnar Már Björgvinsson 5 (46. Andri Rafn Yeoman 7 ) Rafn Andri Haraldsson 6 (82. Tómas Óli Garðarsson -)Kristinn Steindórsson 9 * maður leiksins Dylan Jacob MacAllister 6 (82. Marko Pavlov -)Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 5 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Tómas Þorsteinsson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Gylfi Einarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 (70. Ísak Björgvin Gylfason 5) Ingimundur Níels Óskarsson 4 Jóhann Þórhallsson 4 (65. Davíð Þór Ásbjörnsson 5) Albert Brynjar Ingason 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira