Íslenski boltinn

Táningur til Arsenal á 12 milljónir punda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Oxlade-Chamberlain í leik með Southampton.
Oxlade-Chamberlain í leik með Southampton. Nordic Photos/Getty
Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmaður Southamption í ensku C-deildinni, er í læknisskoðun hjá Arsenal. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og er kaupverðið talið vera tólf milljónir punda eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna.

Oxlade-Chamberlain er hægri kantmaður og minna kaupin nokkuð á komu Theo Walcott til Arsenal árið 2006. Walcott var einnig efnilegur hægri kantmaður á mála hjá Southampton.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið undir mikilli pressu að styrkja lið sitt. Líklega áttu stuðningsmennirnir von á þekktara nafni. Wenger hefur fylgst náið með Oxlade-Chamberlain undanfarin ár.

Per Mertesacker, fyrirliði Werder Bremen, er sterklega orðaður við Arsenal sem er í miðvarðarleit. Bremen hefur greint frá því að Mertesacker sé falur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×