Engar skyndilausnir í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2011 08:00 Haukur Ingi er landsliðsþjálfurunum innan handar þessa dagana og veitir ekki af þar sem hvorki gengur né rekur hjá landsliðinu.fréttablaðið/valli Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson leitaði fyrir nokkru aðstoðar Hauks Inga Guðnasonar, sem sjálfur er knattspyrnumaður og fyrrum atvinnumaður. Hann hefur einnig menntað sig í íþróttasálfræði. Haukur Ingi fékk það hlutverk að sinna líðan landsliðsmannanna og hefur gert það í síauknum mæli. Hann var með í förinni til Noregs og hitti Fréttablaðið á hann í Osló. Þurfum meðbyrinn„Úrslitin hafa sannarlega ekki verið okkur í hag. Liðið hefur svo sem verið að spila ágætlega inn á milli en það er langt síðan að niðurstaðan eftir leiki hefur verið jákvæð,“ sagði hann. Ísland mætir Kýpverjum á morgun og segir Haukur Ingi að strákana skorti tilfinnanlega að finna fyrir smá meðbyr. „Ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir þá. Menn hafa verið að sigla á móti straumnum svo lengi að sigur myndi gefa mönnum mikið.“ Óttast ekki mistökinHaukur Ingi tekur leikmenn í spjall, stundum 2-3 í einu, þegar tækifæri gefst. „Margir strákanna eru ungir og get ég bent þeim á ýmsa punkta sem ég hefði sjálfur viljað vita þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í atvinnumennskunni.“ Meðal þess sem Haukur Ingi reynir að miðla til leikmanna er hvernig skuli taka á mótlæti í leikjunum sjálfum. Því hafa landsliðsmennirnir fengið að kynnast. „Jafnvel færustu íþróttamenn heims óttast það einhvern tímann að gera mistök og að endurtaka þau. Dæmi um þetta er sóknarmaður sem klúðrar dauðafæri í upphafi leiks. Auðveldasta leiðin til að endurtaka ekki þau mistök er að koma sér ekki aftur í færi. En það er þó betra að klúðra tíu dauðafærum í einum leik því þá er hann að minnsta kosti að taka þátt í leiknum.“ Hann segir einbeitingu og hugarfar skipta afar miklu máli þegar í leikinn er komið. „Og að láta mótlætið ekki slá sig út af laginu – halda einbeitingunni og halda áfram að spila sinn leik.“ Þolinmæði er dyggðAnnað lykilorð í skilaboðum Hauks Inga er þolinmæði. „Mín vinna snýst ekki um skyndilausnir heldur að bæta frammistöðuna þegar til lengri tíma er litið. Ég er ekki endilega að hugsa um þennan leik eða næsta heldur vona ég að þessar aðferðir nái að síast inn hægt og rólega og að það leiði til betri árangurs í framtíðinni.“ Hann segir þó biðina vera erfiða og að millibilsástandið sé afar hættulegur tími. Því sé mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að sýna þolinmæði. „Í sumum íþróttum þarf að taka þrjú skref aftur á bak til að geta tekið fimm skref fram á við. Gott dæmi er kylfingur sem er fastur í sinni forgjöf og vill bæta sig. Hann þarf ef til vill að tileinka sér nýja og betri sveiflu en það tekur tíma. Á meðan versnar leikur hans og er þá mikilvægt að falla ekki aftur í fyrra horf – annars mun hann aldrei lækka forgjöfina aftur.“ Haukur Ingi bendir á að þetta vilji oft haldast í hendur við það þegar kynslóðaskipti eiga sér stað eins og er tilfellið í íslenska landsliðinu nú. „Ef þeim tekst að tileinka sér þessi fræði og nýta sér þau mun það pottþétt nýtast bæði þeim sjálfum og íslenska landsliðinu til framtíðar.“ Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson leitaði fyrir nokkru aðstoðar Hauks Inga Guðnasonar, sem sjálfur er knattspyrnumaður og fyrrum atvinnumaður. Hann hefur einnig menntað sig í íþróttasálfræði. Haukur Ingi fékk það hlutverk að sinna líðan landsliðsmannanna og hefur gert það í síauknum mæli. Hann var með í förinni til Noregs og hitti Fréttablaðið á hann í Osló. Þurfum meðbyrinn„Úrslitin hafa sannarlega ekki verið okkur í hag. Liðið hefur svo sem verið að spila ágætlega inn á milli en það er langt síðan að niðurstaðan eftir leiki hefur verið jákvæð,“ sagði hann. Ísland mætir Kýpverjum á morgun og segir Haukur Ingi að strákana skorti tilfinnanlega að finna fyrir smá meðbyr. „Ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir þá. Menn hafa verið að sigla á móti straumnum svo lengi að sigur myndi gefa mönnum mikið.“ Óttast ekki mistökinHaukur Ingi tekur leikmenn í spjall, stundum 2-3 í einu, þegar tækifæri gefst. „Margir strákanna eru ungir og get ég bent þeim á ýmsa punkta sem ég hefði sjálfur viljað vita þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í atvinnumennskunni.“ Meðal þess sem Haukur Ingi reynir að miðla til leikmanna er hvernig skuli taka á mótlæti í leikjunum sjálfum. Því hafa landsliðsmennirnir fengið að kynnast. „Jafnvel færustu íþróttamenn heims óttast það einhvern tímann að gera mistök og að endurtaka þau. Dæmi um þetta er sóknarmaður sem klúðrar dauðafæri í upphafi leiks. Auðveldasta leiðin til að endurtaka ekki þau mistök er að koma sér ekki aftur í færi. En það er þó betra að klúðra tíu dauðafærum í einum leik því þá er hann að minnsta kosti að taka þátt í leiknum.“ Hann segir einbeitingu og hugarfar skipta afar miklu máli þegar í leikinn er komið. „Og að láta mótlætið ekki slá sig út af laginu – halda einbeitingunni og halda áfram að spila sinn leik.“ Þolinmæði er dyggðAnnað lykilorð í skilaboðum Hauks Inga er þolinmæði. „Mín vinna snýst ekki um skyndilausnir heldur að bæta frammistöðuna þegar til lengri tíma er litið. Ég er ekki endilega að hugsa um þennan leik eða næsta heldur vona ég að þessar aðferðir nái að síast inn hægt og rólega og að það leiði til betri árangurs í framtíðinni.“ Hann segir þó biðina vera erfiða og að millibilsástandið sé afar hættulegur tími. Því sé mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að sýna þolinmæði. „Í sumum íþróttum þarf að taka þrjú skref aftur á bak til að geta tekið fimm skref fram á við. Gott dæmi er kylfingur sem er fastur í sinni forgjöf og vill bæta sig. Hann þarf ef til vill að tileinka sér nýja og betri sveiflu en það tekur tíma. Á meðan versnar leikur hans og er þá mikilvægt að falla ekki aftur í fyrra horf – annars mun hann aldrei lækka forgjöfina aftur.“ Haukur Ingi bendir á að þetta vilji oft haldast í hendur við það þegar kynslóðaskipti eiga sér stað eins og er tilfellið í íslenska landsliðinu nú. „Ef þeim tekst að tileinka sér þessi fræði og nýta sér þau mun það pottþétt nýtast bæði þeim sjálfum og íslenska landsliðinu til framtíðar.“
Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki