Erlent

Cameron vill lög um lágmarksverð á áfengi

David Cameron vill hærra verð á áfengi.
David Cameron vill hærra verð á áfengi.
David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætlar að leggja fram frumvarp sem felur í sér að sett verði lágmarksverð á áfengi. Með þessu vill Cameron stuðla að takmarkaðra aðgengi að áfengi og bættri heilsu. Nákvæm útfærsla á þessum aðgerðum Camerons liggur ekki fyrir en líklegt er að ódýrasta vínið verði skattlagt þannig að verðið hækki. Þessar aðgerðir Camerons eru hluti af stærra aðgerðaráætlun gegn áfengisböli. Upphaflega stóð til að kynna aðgerðaráætlunina í næsta mánuði en því hefur verið frestað fram í febrúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×