Enski boltinn

Capello vill að Jagielka spili tábrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jagielka, í miðjunni, með þeim Micah Richards og Adam Johnson.
Jagielka, í miðjunni, með þeim Micah Richards og Adam Johnson. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enska dagblaðinu The Guardian er Fabio Capello, landslisðþjálfara Englands, svo mikið í mun að láta Phil Jagielka spila gegn Spánverjum á laugardaginn að hann íhugar nú að láta kappann spila tábrotinn.

John Terry er einnig í liðinu en hann hefur verið mikið í fréttunum síðustu vikurnar vegna ásakana um að hann hafi beitt Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði.

Capello hefur gefið í skyn að Terry muni ekki spila gegn Spánverjum og að hann vilji stilla þeim Jagielka og Joleon Lescott, leikmanni Manchester City, upp í vörn liðsins.

Jagielka tábrotnaði í síðasta mánuði en hefur engu að síður spilað síðustu tvo leiki Everton eftir að hafa fengið sprautumeðferð. Það var af þeim sökum að Everton gat ekki farið fram á að Jagielka myndi draga sig úr hópnum vegna meiðslanna.

Sjálfur er Jagielka sagður áhugasamur um að spila leikinn um helgina, sama hvað það kostar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×