Íslenski boltinn

Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur tilkynnti í kvöld að það væri búið að ganga frá samningi við Guðjón Þórðarson um að þjálfa meistaraflokk félagsins. Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við Grindavík.

Þessi ráðning hefur legið í loftinu ansi lengi en Grindavík ákvað fyrir nokkru að Guðjón væri fyrsti kostur hjá félaginu.

Guðjón tekur við liðinu af Ólafi Erni Bjarnasyni en ekki er ljóst hvort Ólafur muni áfram leika með liðinu.

Guðjón þjálfaði BÍ/Bolungarvík síðasta sumar en var rekinn eftir sumarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×