Íslenski boltinn

Þorsteinn ráðinn aðstoðarþjálfari HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorsteinn Gunnarsson.
Þorsteinn Gunnarsson. Mynd/Heimasíða HK
Þorsteinn Gunnarsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, var í kvöld ráðinn aðstoðarþjálfari 2. deildarliðs HK.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í kvöld. Þorsteinn lét af störfum í Grindavík á dögunum en þar hafði hann einnig verið markvarðaþjálfari liðsins. Þorsteinn var ósáttur við áætlanir stjórnar knattspyrnudeildarinnar að ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfara liðsins sem var svo síðar gert.

Þorsteinn mun einnig sinna markvarðaþjálfun í meistara- og 2. flokki HK, sem og í yngri flokkum. Ragnar Gíslason er þjálfari liðsins en HK féll í sumar úr 1. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×