Íslenski boltinn

Albert Brynjar Ingason í FH - fetar í fótspor pabba og afa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Brynjar Ingason og Atli Guðnason spila saman næsta sumar.
Albert Brynjar Ingason og Atli Guðnason spila saman næsta sumar. Mynd/Stefán
Albert Brynjar Ingason hefur ákveðið að yfirgefa Fylki og gera tveggja ára samning við FH. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu FH-inga í kvöld. Albert var einnig í viðræðum við Fylki og Val.

Albert er 25 ára sóknarmaður, sonur Inga Björns Albertssonar og afabarn Alberts Guðmundssonar. Albert skoraði 9 mörk í 22 leikjum með Fylki í Pepsi-deildinni í sumar og var í annað skiptið einu marki frá því að brjóta tíu marka múrinn. Albert hefur alls skorað 35 mörk í 109 leikjum í úrvalsdeild karla.

„Við bjóðum Albert hjartanlega velkomin í FH en hann fetar í fótspor Afa síns Albert Guðmundssonar sem þjálfaði eitt sinn hjá FH og Inga Björns Albertsonar sem spilaði og þjálfaði FH," segir í fréttinni á stuðningsmannasíðu FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×