Enski boltinn

Kalou vill fá svör áður en hann skrifar undir nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kalou, til vinstri, fagnar marki sínu í gær ásamt Florent Malouda.
Kalou, til vinstri, fagnar marki sínu í gær ásamt Florent Malouda. Nordic Photos / Getty Images
Salomon Kalou vill fá fullvissu um að hann muni fá meira að spila með Chelsea í framtíðinni áður en hann skrifa undir nýjan samning við félagið. Þetta staðfestir hann í samtali við enska fjölmiðla.

Samningur Kalou við Chelsea rennur út í sumar og greindi Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, frá því í síðustu viku að viðræður væru hafnar um nýjan samning.

„Hver einasti leikmaður vill fá að spila," sagði Kalou eftir leik Chelsea gegn Genk í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann spilaði síðustu 22 mínúturnar í leiknum og skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu er Chelsea vann 5-0 sigur.

„Hvernig á maður að fara að því að bæta sig ef maður fær ekki að spila um hverja helgi. Það er það sem ég vil fá að gera," sagði hann enn fremur. „Viðræður eru enn í gangi og vonandi verður eitthvað gert sem muni hagnast báðum aðilum."

„Ég vil vera áfram hjá Chelsea enda líkar mér vel við vistina hér. Þetta hafi verið fimm frábær tímabil og við höfum unnið nokkra titla. Chelsea lítur til framtíðarinnar og ég er enn ungur leikmaður. Ég tel að framtíð mín geti verið hjá þessu félagi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×