Enski boltinn

Welbeck mun þrefaldast í launum hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Welbeck, til hægri, í leik United gegn Liverpool um helgina.
Welbeck, til hægri, í leik United gegn Liverpool um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Daily Mail staðhæfir í dag að nýr samningur sé í burðarliðnum hjá Manchester United fyrir Danny Welbeck sem muni þar með þrefaldast í launum.

Welbeck fengi um 50 þúsund pund í vikulaun samkvæmt nýja samningnum sem mun ná yfir næstu fimm tímabil. Hann þiggur í dag um 15 þúsund pund í laun í hverri viku.

Welbeck hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabilsins og skorað fimm mörk í fyrstu leikjum tímabilsins. Samkvæmt fréttinni liggur aðilum þó ekkert á og talið að gengið verið frá samningnum á næstu vikum.

Núverandi samningur Welbeck við United rennur út sumarið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×