Enski boltinn

Richards hjá City: Leikmenn United eru svolítið hræddir við okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Micah Richards.
Micah Richards. Mynd/Nordic Photos/Getty
Micah Richards, varnarmaður Manchester City, segir að nágrannar þeirra Manchester United séu hræddir við City-liðið en Manchester-slagurinn fer fram á Old Trafford á sunnudaginn og í boði er efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni. City hefur tveggja stiga forskot á topp ensku úrvalsdeildarinnar og hefur unnið 7 af 8 deildarleikjum tímabilsins til þessa.

„United stendur alvöru ógn af okkur og þeir vita það þótt að þeir vilji ekki segja það," sagði Micah Richards í viðtali við Manchester Evening News.

Richards var líka ánægður með að bikarmeistaratitill City síðasta vor hafi séð til þess að stuðningsmenn United þurftu að taka niður fánann þar sem kom fram hversu langt var liðið síðan City vann síðast titil.

„Það var frábært að koma þessum fána niður því sá hlær best sem síðast hlær," sagði Richards en City var þarna að vinna sinn fyrsta titil í 35 ár.

„Við erum ekki að segja það að við munum vinna þennan leik en þeir kalla okkur háværasömu nágrannana og ég helt að þeir séu svolítið hræddir við okkur," sagði Richards.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×