Íslenski boltinn

Kjartan Ágúst samdi við Fylki á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Ágúst í leik með Fylki.
Kjartan Ágúst í leik með Fylki. Mynd/Pjetur
Kjartan Ágúst Breiðdal, leikmaður Fylkis, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á Fylkir.com.

Kjartan Ágúst hefur lengi verið einn lykilmanna í liði Fylkis en í sumar skoraði hann tvö mörk í sextán leikjum. Hann er 25 ára gamall go hefur leikið með Fylki alla sína tíð. Fyrsta leikinn lék hann árið 2003 en alls á hann að baki 102 leiki og hefur skorað í þeim nítján mörk.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Fylkismenn en Ásmundur Arnarsson, fyrrum þjálfari Fjölnis, tók nýlega við liðinu og réði síðan Hauk Inga Guðnason sem aðstoðarþjálfara og Kristján Finnbogason sem markvarðaþjálfara.

Óvíst er hvort að Albert Brynjar Ingason verði áfram hjá félaginu en hann liggur nú undir feldi. Samningur Kjartans Ágústs gildir til næstu tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×