Enski boltinn

Útlensku eigendurnir vilja leggja niður fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John W Henry, eigandi Liverpool.
John W Henry, eigandi Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stjórnarmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur lekið því út að margir af erlendu eigendunum í ensku úrvalsdeildinni vilji leggja niður fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni. Þeir vilji svipað kerfi og er í gangi í bandarísku atvinnumannadeildunum.

Amerísku og asísku eigendurnir hafa sett mikinn svip á ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni í dag eru nú í eigu útlendinga.

Til þess að breyta reglum deildarinnar, eins og um hvort eða hve mörg lið falli eða komi upp í deildina, þá þarf samþykki fjórtán af liðunum tuttugu.

Arsenal, Aston Villa, Liverpool, Manchester United og Sunderland eru öll í eigu Bandaríkjamanna og þaðan kemur eflaust hugmyndafræðin á bak við þessa breytingu sem er þó ólíkleg til að ganga í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×