Minnast spámannsins í rúllukragabolnum 6. október 2011 07:28 Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. „Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það," segir forsetinn um forstjórann. Bill Gates, stofnandi Microsoft og jafnaldri Jobs, fer einnig fögrum orðum um þennan keppinaut sinn í tæknibransanum. Hann segir að Jobs hafi haft gríðarleg áhrif á tækniheiminn, áhrif sem munu vara í margar kynslóðir. Gates segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna með honum. „Ég mun sakna Steve ákaflega mikið," segir Gates. Jobs hafði barist við krabbamein í brisi um nokkurn tíma og þurfti að lokum að bíða í lægra haldi. Jobs hefur leitt Apple fyrirtækið á glæstri sigurbraut og hefur hvert tækniundrið frá fyrirtækinu litið dagsins ljós undir hans stjórn. Nægir þar að nefna iMac tölvuna, iPod tónlistarspilarann og iPhone farsímann sem allir aðrir símar eru bornir saman við nú um stundir. Frá því Jobs tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu á nýjan leik árið 1996 hefur hagur fyrirtækisins vænkast stórkostlega og er nú svo komið að Apple er talið vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Jobs, sem var fæddur árið 1955 fékk snemma áhuga á tölvum og árið 1976 stofnaði hann Apple fyrirtækið í bílskúrnum heima hjá sér ásamt félaga sínum Steve Wozniak. Jobs var þá nítján ára gamall. Fyrstu heimilistölvurnar, Apple I og Apple II komu síðan á markaðinn ári seinna og slógu í gegn þar sem þær voru mun einfaldari í notkun en aðrar sambærilegar tölvur á þeim tíma. Þeir félagar yfirgáfu síðan Apple, Wozniak árið 1981 og Jobs fjórum árum seinna. Hann snéri þó aftur í forstjórastólinn og gerð Apple að einu frægasta vörumerki heims með fylgjendur sem hafa nánast tilbeðið spámanninum í rúllukraganum, eins og hann var stundum kallaður. Tengdar fréttir Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. „Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það," segir forsetinn um forstjórann. Bill Gates, stofnandi Microsoft og jafnaldri Jobs, fer einnig fögrum orðum um þennan keppinaut sinn í tæknibransanum. Hann segir að Jobs hafi haft gríðarleg áhrif á tækniheiminn, áhrif sem munu vara í margar kynslóðir. Gates segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna með honum. „Ég mun sakna Steve ákaflega mikið," segir Gates. Jobs hafði barist við krabbamein í brisi um nokkurn tíma og þurfti að lokum að bíða í lægra haldi. Jobs hefur leitt Apple fyrirtækið á glæstri sigurbraut og hefur hvert tækniundrið frá fyrirtækinu litið dagsins ljós undir hans stjórn. Nægir þar að nefna iMac tölvuna, iPod tónlistarspilarann og iPhone farsímann sem allir aðrir símar eru bornir saman við nú um stundir. Frá því Jobs tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu á nýjan leik árið 1996 hefur hagur fyrirtækisins vænkast stórkostlega og er nú svo komið að Apple er talið vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Jobs, sem var fæddur árið 1955 fékk snemma áhuga á tölvum og árið 1976 stofnaði hann Apple fyrirtækið í bílskúrnum heima hjá sér ásamt félaga sínum Steve Wozniak. Jobs var þá nítján ára gamall. Fyrstu heimilistölvurnar, Apple I og Apple II komu síðan á markaðinn ári seinna og slógu í gegn þar sem þær voru mun einfaldari í notkun en aðrar sambærilegar tölvur á þeim tíma. Þeir félagar yfirgáfu síðan Apple, Wozniak árið 1981 og Jobs fjórum árum seinna. Hann snéri þó aftur í forstjórastólinn og gerð Apple að einu frægasta vörumerki heims með fylgjendur sem hafa nánast tilbeðið spámanninum í rúllukraganum, eins og hann var stundum kallaður.
Tengdar fréttir Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52