Minnast spámannsins í rúllukragabolnum 6. október 2011 07:28 Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. „Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það," segir forsetinn um forstjórann. Bill Gates, stofnandi Microsoft og jafnaldri Jobs, fer einnig fögrum orðum um þennan keppinaut sinn í tæknibransanum. Hann segir að Jobs hafi haft gríðarleg áhrif á tækniheiminn, áhrif sem munu vara í margar kynslóðir. Gates segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna með honum. „Ég mun sakna Steve ákaflega mikið," segir Gates. Jobs hafði barist við krabbamein í brisi um nokkurn tíma og þurfti að lokum að bíða í lægra haldi. Jobs hefur leitt Apple fyrirtækið á glæstri sigurbraut og hefur hvert tækniundrið frá fyrirtækinu litið dagsins ljós undir hans stjórn. Nægir þar að nefna iMac tölvuna, iPod tónlistarspilarann og iPhone farsímann sem allir aðrir símar eru bornir saman við nú um stundir. Frá því Jobs tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu á nýjan leik árið 1996 hefur hagur fyrirtækisins vænkast stórkostlega og er nú svo komið að Apple er talið vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Jobs, sem var fæddur árið 1955 fékk snemma áhuga á tölvum og árið 1976 stofnaði hann Apple fyrirtækið í bílskúrnum heima hjá sér ásamt félaga sínum Steve Wozniak. Jobs var þá nítján ára gamall. Fyrstu heimilistölvurnar, Apple I og Apple II komu síðan á markaðinn ári seinna og slógu í gegn þar sem þær voru mun einfaldari í notkun en aðrar sambærilegar tölvur á þeim tíma. Þeir félagar yfirgáfu síðan Apple, Wozniak árið 1981 og Jobs fjórum árum seinna. Hann snéri þó aftur í forstjórastólinn og gerð Apple að einu frægasta vörumerki heims með fylgjendur sem hafa nánast tilbeðið spámanninum í rúllukraganum, eins og hann var stundum kallaður. Tengdar fréttir Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að með fráfalli Steve Jobs stofnanda Apple hafi heimurinn misst mikinn hugsjónamann. Í minningarorðum sem birt hafa verið á heimasíðu Hvíta hússins segir Obama að Jobs hafi verið á meðal merkustu frumkvöðla bandarískrar sögu. „Nægilega hugaður til þess að hugsa á annan veg, Nægilega djarfur til að halda að hann gæti breytt heiminum og nægilega hæfileikaríkur til þess að takast það," segir forsetinn um forstjórann. Bill Gates, stofnandi Microsoft og jafnaldri Jobs, fer einnig fögrum orðum um þennan keppinaut sinn í tæknibransanum. Hann segir að Jobs hafi haft gríðarleg áhrif á tækniheiminn, áhrif sem munu vara í margar kynslóðir. Gates segir það hafa verið mikinn heiður að fá að vinna með honum. „Ég mun sakna Steve ákaflega mikið," segir Gates. Jobs hafði barist við krabbamein í brisi um nokkurn tíma og þurfti að lokum að bíða í lægra haldi. Jobs hefur leitt Apple fyrirtækið á glæstri sigurbraut og hefur hvert tækniundrið frá fyrirtækinu litið dagsins ljós undir hans stjórn. Nægir þar að nefna iMac tölvuna, iPod tónlistarspilarann og iPhone farsímann sem allir aðrir símar eru bornir saman við nú um stundir. Frá því Jobs tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu á nýjan leik árið 1996 hefur hagur fyrirtækisins vænkast stórkostlega og er nú svo komið að Apple er talið vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Jobs, sem var fæddur árið 1955 fékk snemma áhuga á tölvum og árið 1976 stofnaði hann Apple fyrirtækið í bílskúrnum heima hjá sér ásamt félaga sínum Steve Wozniak. Jobs var þá nítján ára gamall. Fyrstu heimilistölvurnar, Apple I og Apple II komu síðan á markaðinn ári seinna og slógu í gegn þar sem þær voru mun einfaldari í notkun en aðrar sambærilegar tölvur á þeim tíma. Þeir félagar yfirgáfu síðan Apple, Wozniak árið 1981 og Jobs fjórum árum seinna. Hann snéri þó aftur í forstjórastólinn og gerð Apple að einu frægasta vörumerki heims með fylgjendur sem hafa nánast tilbeðið spámanninum í rúllukraganum, eins og hann var stundum kallaður.
Tengdar fréttir Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Steve Jobs látinn Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, lést í dag en þetta kom fram á heimasíðu Apple fyrir stundu. Hann var 56 ára að aldri en hann hefur barist við krabbamein í brisi í nokkurn tíma. 5. október 2011 23:52