Umfjöllun: KR á toppinn þrátt fyrir jafntefli Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar 15. september 2011 14:55 Mynd/Vilhelm KR og Grindavík skildu jöfn 1-1 í skemmtilegum leik í Frostaskjólinu í kvöld. Bæði lið áttu fjölda marktilrauna en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Óli Baldur Bjarnason reyndist hetja Grindvíkinga en hann jafnaði metin með hjólhestaspyrnu seint í síðari hálfleik. KR-ingar voru sterkari aðilinn í stórskemmtilegum fyrri hálfleik. Baldurs Sigurðsson og Kjartan Henry fengu dauðafæri auk þess sem Óskar Pétursson varði frábærlega langskot Björns Jónssonar. Grindvíkingar lágu tilbaka og framan af átti Magnús Björgvinsson, framherji Grindvíkinga, lítið erindi gegn varnarmönnum KR-inga. Þeir sóttu þó í sig veðrið og fengu sín færi. Hið besta fékk Orri Freyr Hjaltalín eftir frábæran sprett Magnúsar en Hannes Þór varði með tilþrifum. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í síðari hálfleiknum. Þá skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með skalla eftir vel útfærða hornspyrnu. Við markið virtist aðeins slokkna á Grindvíkingum og KR-ingar virkuðu líklegri til þess að bæta við marki en án árangurs. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu Grindvíkingar metin. Alexander Magnússon komst þá upp að endamörkum eftir mikið harðfylgi og sendi fyrir. Þangað var Óli Baldur Bjarnason mættur, sneri baki í markið og sendi knöttinn í netið með hjólhestaspyrnu. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér sigur. Kjartan Henry fékk frábært færi þegar hann spólaði sig í gegnum um vörnina. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og missti boltann of langt frá sér. Grindvíkingar hefðu getað stolið stigunum í lokin þegar Jósef Kristinn komst í gott færi í viðbótartíma en Hannes Þór Halldórsson varði vel. KR-ingar líta væntanlega á leikinn sem tvö stig töpuð. Þeir geta þó þakkað fyrir að Eyjamenn töpuðu í Garðabænum og þetta stig dugar því til að koma þeim aftur í toppsætið. Grindvíkingar styrktu stöðu sína í botnbaráttu og fara væntanlega sáttir heim. Þeir hefðu þó hæglega getað náð í öll þrjú stigin í lokin. TölfræðiSkot (á mark): 16-13 (4-6) Varin skot: Hannes Þór 5 – Óskar 3 Horn: 10-6 Aukaspyrnur fengnar: 10-13 Rangstöður: 1-2 Dómari: Magnús Þórisson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
KR og Grindavík skildu jöfn 1-1 í skemmtilegum leik í Frostaskjólinu í kvöld. Bæði lið áttu fjölda marktilrauna en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Óli Baldur Bjarnason reyndist hetja Grindvíkinga en hann jafnaði metin með hjólhestaspyrnu seint í síðari hálfleik. KR-ingar voru sterkari aðilinn í stórskemmtilegum fyrri hálfleik. Baldurs Sigurðsson og Kjartan Henry fengu dauðafæri auk þess sem Óskar Pétursson varði frábærlega langskot Björns Jónssonar. Grindvíkingar lágu tilbaka og framan af átti Magnús Björgvinsson, framherji Grindvíkinga, lítið erindi gegn varnarmönnum KR-inga. Þeir sóttu þó í sig veðrið og fengu sín færi. Hið besta fékk Orri Freyr Hjaltalín eftir frábæran sprett Magnúsar en Hannes Þór varði með tilþrifum. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í síðari hálfleiknum. Þá skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með skalla eftir vel útfærða hornspyrnu. Við markið virtist aðeins slokkna á Grindvíkingum og KR-ingar virkuðu líklegri til þess að bæta við marki en án árangurs. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok jöfnuðu Grindvíkingar metin. Alexander Magnússon komst þá upp að endamörkum eftir mikið harðfylgi og sendi fyrir. Þangað var Óli Baldur Bjarnason mættur, sneri baki í markið og sendi knöttinn í netið með hjólhestaspyrnu. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til þess að tryggja sér sigur. Kjartan Henry fékk frábært færi þegar hann spólaði sig í gegnum um vörnina. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og missti boltann of langt frá sér. Grindvíkingar hefðu getað stolið stigunum í lokin þegar Jósef Kristinn komst í gott færi í viðbótartíma en Hannes Þór Halldórsson varði vel. KR-ingar líta væntanlega á leikinn sem tvö stig töpuð. Þeir geta þó þakkað fyrir að Eyjamenn töpuðu í Garðabænum og þetta stig dugar því til að koma þeim aftur í toppsætið. Grindvíkingar styrktu stöðu sína í botnbaráttu og fara væntanlega sáttir heim. Þeir hefðu þó hæglega getað náð í öll þrjú stigin í lokin. TölfræðiSkot (á mark): 16-13 (4-6) Varin skot: Hannes Þór 5 – Óskar 3 Horn: 10-6 Aukaspyrnur fengnar: 10-13 Rangstöður: 1-2 Dómari: Magnús Þórisson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira