Roy Keane á leið til landsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2011 09:29 Roy Keane gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Íslands. Nordic Photos / Getty Images Roy Keane er á leiðinni til landsins til að skoða aðstæður hjá KSÍ og fylgjast með leik íslenska landsliðsins gegn Kýpur annað kvöld. Hann mun væntanlega svo halda viðræður við íslenska knattspyrnusambandið um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla. Þetta hefur Vísir eftir heimildum sínum. Leitað var til Eggerts Magnússonar, fyrrums formanns KSÍ, til að koma á sambandi við Keane sem var síðast knattspyrnustjóri Ipswich þar til í janúar á þessu ári. Hvorki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, né Þóri Hákonarson framkvæmdarstjóra til að fá viðbrögð við þessu. Áður þjálfaði hann Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hann er vitanlega þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum með Manchester United og írska landsliðinu. Keane var nítján ára þegar hann gekk til liðs við Nottingham Forest árið 1990. Þar var hann samherji Þorvaldar Örlygssonar, þjálfara Fram, til 1993. Keane var svo í tólf ár hjá United og spilaði síðustu leiki sína með Glasgow Celtic tímabilið 2005-2006. Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað íslenska landsliðið síðan 2007. Tilkynnt var í síðasta mánuði að hann myndi ekki halda áfram í starfinu eftir að samningur hans rennur út um áramótin. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þá að „leitin væri hafin" að nýjum þjálfara. Síðasti erlendi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu var Svíinn Bo Johansson sem hætti árið 1991. Fótbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Roy Keane er á leiðinni til landsins til að skoða aðstæður hjá KSÍ og fylgjast með leik íslenska landsliðsins gegn Kýpur annað kvöld. Hann mun væntanlega svo halda viðræður við íslenska knattspyrnusambandið um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla. Þetta hefur Vísir eftir heimildum sínum. Leitað var til Eggerts Magnússonar, fyrrums formanns KSÍ, til að koma á sambandi við Keane sem var síðast knattspyrnustjóri Ipswich þar til í janúar á þessu ári. Hvorki náðist í Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, né Þóri Hákonarson framkvæmdarstjóra til að fá viðbrögð við þessu. Áður þjálfaði hann Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hann er vitanlega þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum með Manchester United og írska landsliðinu. Keane var nítján ára þegar hann gekk til liðs við Nottingham Forest árið 1990. Þar var hann samherji Þorvaldar Örlygssonar, þjálfara Fram, til 1993. Keane var svo í tólf ár hjá United og spilaði síðustu leiki sína með Glasgow Celtic tímabilið 2005-2006. Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað íslenska landsliðið síðan 2007. Tilkynnt var í síðasta mánuði að hann myndi ekki halda áfram í starfinu eftir að samningur hans rennur út um áramótin. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þá að „leitin væri hafin" að nýjum þjálfara. Síðasti erlendi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu var Svíinn Bo Johansson sem hætti árið 1991.
Fótbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira