Erlent

Breivik í kjólföt

Breivik vill í kjól og hvítt.
Breivik vill í kjól og hvítt. Mynd AFP / Aftenposten
Nú á föstudaginn kemur Héraðsdómur í Osló saman til að fjalla um þá kröfu lögreglunnar að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verði áfram í einangrun. Breivik hefur óskað eftir því að fá að klæðast kjólfötum við réttarhöldin.

Við síðustu réttarhöld óskaði Breivik eftir því að klæðast sérstökum einkennisbúning. Því hafnaði rétturinn á þeim grunni að „það væri óþarflega storkandi" og „fallið til að gera lítið úr þessu alvarlega máli".

Hina nýju ósk sína setur Breivik fram með þeim skýringum að kjólfötin undirstriki hve alvarlega hann tekur réttarhöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×