Íslenski boltinn

Markvarðavandræði hjá KR-ingum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Þór í eldlínunni gegn BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitor-bikarsins á Torfnesvelli.
Hannes Þór í eldlínunni gegn BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitor-bikarsins á Torfnesvelli. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir
Hannes Þór Halldórsson markvörður KR-inga var einn fimm leikmanna sem dró sig út úr landsliðshópi Íslands sem leikur æfingaleik gegn Ungverjum ytra á miðvikudag. Hannes glímir við meiðsli á hendi.

Að sögn Guðmundar Hreiðarssonar markvarðaþjálfara KR-liðsins hefur Hannes Þór fengið þau skilaboð frá læknateyminu að fara sér hægt í vikunni. Hann mun ekki gera neitt annað en að skokka á þeim æfingum sem hann tekur þátt í. Hann mun í fyrsta lagi æfa með hanska á höndunum á fimmtudaginn.

Varmarkvörður KR-inga Atli Jónasson glímir einnig við meiðsli og eru allar líkur á að hann missi af bikarúrslitaleiknum gegn Þór á laugardag.

Hannes Þór spilaði allan leikinn í 3-2 sigri á Víkingum á KR-velli í gær. Á bekknum sat Hugi Jóhannesson 19 ára strákur úr 2. flokki.

KR mætir Þór í úrslitum Valitor-bikarsins á Laugardalsvelli á laugardag klukkan 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×