Var í sms-sambandi við móður sína allan tímann 25. júlí 2011 21:30 Hjálparstarfsmenn fylgja ungmennum frá Útey. Mynd/AP „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
„Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira