Enski boltinn

Suarez dreymir um að spila fyrir Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Suarez í leik gegn Man. Utd
Suarez í leik gegn Man. Utd
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez segist hafa fundið fyrir pressu um leið og hann kom til Liverpool frá Ajax. Liverpool greiddi tæplega 23 milljónir punda fyrir framherjann sem náði að skila sínu.

"Það eru svo margir að fylgjast með. Það er pressa út af upphæðinni sem félagið greiddi fyrir mig. Ég reyndi samt að vera rólegur og hugsa um allt fólkið sem var að fylgjast með," sagði Suarez.

Það sem meira er þá ræddi Suarez við Fernando Torres áður en hann kom til Liverpool en Spánverjinn var þá á leið til Chelsea.

"Hann sagði mér að spila bara minn leik. Ekki breyta neinu. Hann sagði líka að Liverpool væri með frábært lið og ég myndi bæta mig þar. Það hjálpaði mér mikið að fá góð ráð frá honum."

Suarez segist ætla að vera lengi hjá Liverpool en viðurkennir þó að draumurinn sé að spila með Barcelona seinna meir. Þess má geta að umboðsmaður Suarez er bróðir Pep Guardiola, þjálfara Barcelona.

"Áður en ég kynntist umboðsmanninum mínum þá dreymdi mig um að spila með Barcelona. Ef Pep vill fá mig þá verður það af fótboltalegum ástæðum en ekki af því þeir eru bræður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×