Íslenski boltinn

Halldór Orri: Ekki viljaverk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Orri Björnsson segir að hann hafi einfaldlega verið að klóra sér í hausnum þegar hann gekk af velli í leik með Stjörnunni á dögunum.

Hann þvertekur fyrir það að hann hafi verið með „löngutöngina á lofti" eins og fjallað var um í síðasta þætti Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport.

„Þetta voru ekki neinar merkjasendingar. Ég var að klóra mér í hausnum sem virðist hafa misskilist. Þetta var ekki gert með einhverjum ásetningi," sagði Halldór Orri í samtali við Vísi.

„Ég biðst afsökunar ef þetta hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum en það var enginn brotavilji af minni hálfu."

Hann viðurkennir þó að þetta hafi litið nokkuð illa út í sjónvarpinu. „Að vissu leyti get ég tekið undir það. Ég þarf greinilega að hugsa minn gang um hvernig ég klóra mér í hausnum. Það er greinilegt að vera með fylgjast með öllu í Pepsi-deildinni í dag."

Hann harmar það að þetta atvik hafi fengið svona mikla umfjöllun.

„Það er búið að blása þetta upp og það er kannski leiðinelgt. Það hefði frekar átt að fjalla um önnur atvik í leiknum, til dæmis tæpan vítaspyrnudóm og fleira. En þetta virðist hafa stolið senunni."


Tengdar fréttir

Pepsimörkin: Halldór Orri með fingurinn á lofti

Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar var til umfjöllunar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar vakti Magnús Gylfason athygli á því að Halldór hafi gefið stuðningsmönnum FH „fingurinn“ þegar hann fór útaf í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×