Erlent

Doktor Dauði dauður

Dauðadoktorinn ásamt Al Pachino
Dauðadoktorinn ásamt Al Pachino Mynd/ ap
Jack Kevorkian, betur þekktur sem "Doktor Dauði", gaf upp öndina í Bandaríkjunum í dag, 83 ára að aldri en hann er sagður hafa veitt hjálparhönd í 130 sjálfsmorðum í gegnum tíðina.



Kevorkian var dæmdur í 10-25 ára fangelsi árið 1999 en var síðan látinn laus eftir aðeins 8 ár sökum heilsufarsvandamála. Sjónvarpskvikmynd var gerð um Kevorkian í fyrra og vann stórleikarinn Al Pachino bæði Emmy og Golden Globe verðlaun fyrir túlkun sína á líknarmorðingjanum.



Læknirinn lést af völdum blóðtappa í hjarta og eru starfsmenn spítalans sagðir hafa spilað fyrir hann klassíska tónlist í andaslitrunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×