Íslenski boltinn

KSÍ sektar FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það hefur ekki gengið sem skildi hjá FH í sumar.
Það hefur ekki gengið sem skildi hjá FH í sumar.
Ákveðið var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að sekta FH um 15.000 kr. vegna framkomu forráðamanns félagsins. Sektin er í samræmi við grein 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

"Ef forystumaður aðildarfélags, sem ekki er á leikskýrslu eða áhorfandi gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum, þjálfurum eða öðrum er heimilt að sekta viðkomandi aðildarfélag um allt að kr. 50.000. Ef brot telst alvarlegt eða um ítrekun er að ræða er auk þess heimilt að setja viðkomandi lið í heimaleikjabann, þar til öryggi leikmanna, þjálfara og annarra telst tryggt."

Ekki er tilgreint nákvæmlega hvað gerðist eða hver var brotlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×