Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Mjög daufur leikur

Ari Erlingsson í Víkinni skrifar
Ólafur Örn.
Ólafur Örn.
Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var sæmilega sáttur með leik sinna manna eftir 0-0 jafntefli í Víkinni.

„Þetta var bara mjög daufur leikur. Við fáum 2-3 góð færi í þessum leik og þar lá okkar tækifæri til þess að ná í öll stigin sem í boði voru. Þetta er búið að vera svona í síðustu þrem leikjum hjá okkur. Við höfum verið að fá færin en ekki verið að nýta þau og á meðan við nýtum ekki færin þá er alltaf ákveðin hætta á því að missa leikinn niður í tap eða jafntefli. Það vantar einhvern kraft í liðið. Á meðan við erum að skapa okkur færi þá verðum við bara að halda áfram. Róa okkur aðeins niður í færunum og eins og ég segi byrja að nýta það sem við fáum.  0-0 er ef til vill sanngjörn niðustaða en auðvitað hefði alveg verið hægt að sigra.“

Aðspurður um það af hverju fyrsta og eina skipting Grindvíkinga hafi ekki komið fyrr en á 86 mínútu hafði Ólafur þetta að segja.

„Leikurinn var í ákveðnu jafnvægi. Maður veit aldrei hvað gerist með skiptingum og leikurinn hefði vissulega getað snúist í báðar áttir. Undir lokin setti ég svo Ramsay inn á til þess að fá aukið líf fram á við. Auðvitað er alltaf hægt að velta sér skiptingunum eftir á en ég sé bara engan tilgang í því núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×