Íslenski boltinn

Haukur Páll: Eina færið dugði

Guðmundur Marinó Ingvarsson á Vodafonevellinum skrifar
Haukur Páll í baráttunni í kvöld. Mynd/Daníel
Haukur Páll í baráttunni í kvöld. Mynd/Daníel
Haukur Páll Sigurðsson var að vonum sáttur í leikslok þrátt fyrir að vera þreyttur eftir harðan barning á miðjunni í sigri Vals á Fram í kvöld.

„Þeir voru þéttir til baka og það var erfitt að skapa sér færi á móti þeim og þá þarf maður að fara í gegnum svona leiki á baráttu og vilja og ég held að við höfum gert það í kvöld,“ sagði Haukur.

„Við vorum seinir í gang til að byrja með en við kunnum fótbolta og þegar menn fara að berjast þá kemur fótbolta getan með og það gerðist í kvöld. Við þurfum að vera þolinmóðir á móti Fram og við vorum það í seinni hálfleik. Við náðum að halda boltanum vel á milli vængja og sköpuðum okkur þetta eina færi í seinni hálfeik sem þurfti til að skora,“ sagði Haukur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×