Íslenski boltinn

Þorvaldur: Eitt stig í fimm leikjum mikil vonbrigði

Guðmundur Marinó Ingvarsson á Vodafonevellinum skrifar
Þorvaldur var ekki sérstaklega hress í kvöld. Mynd/Daníel
Þorvaldur var ekki sérstaklega hress í kvöld. Mynd/Daníel
Það var allt annað en sáttur Þorvaldur Örlygsson sem ræddi við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Val í kvöld en engu að síður var hann sáttur við margt í leik síns liðs og brást hinn versti við gagnrýni og varði leikskipulag sitt af krafti.

„Frá mínum bæjardyrum séð þá vorum við með ágætis tök á leiknum og skipulagðir en fengum á okkur mark og töpuðum út af því. Við fáum jafn mörg færi og þeir í fyrri hálfeik og komum boltanum aftur fyrir vörnina en náum ekki að nýta okkur þá sénsa til að koma okkur í enn betri færi en við erum rétt að fara af stað og höldum áfram,“ sagði Þorvaldur

„Í seinni hálfleik náum við ekki að skerpa inn á miðjusvæðinu og komumst ekki í gang en það er eins og gengur og gerist. Mér fannst þetta allt í lagi og við vorum að vinna okkur inn í þetta þegar við fáum á okkur mark.“

Þorvaldur gefur ekki mikið fyrir þá gagnrýni að hann stilli upp varnarsinnuðu liði með varnarmenn á miðjunni og miðjumenn í sókninni.

„Við erum með svipaðan mannskap og í síðasta leik og með þrjá frammi. Við þéttum inn á miðjuna eins og vera ber, svoleiðis er það. Það segir sig sjálft að eitt stig úr fimm fyrstu umferðunum er mikil vonbrigði,“ sagði Þorvaldur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×