Íslenski boltinn

Andri: Þetta var bara leiðinlegur leikur

Ari Erlingsson í Víkinni skrifar
Andri Marteinsson.
Andri Marteinsson.
Andri Marteinsson þótti rétt eins og flestum áhorfendum í Víkinni leikur Víkings og Grindavíkur leiðinlegur til áhorfs. Hann sætti sig vel við 0-0 jaftefli og vildi meina að einhvern neista hafi vantað í bæði lið.

„Mér fannst þetta bara vera leiðinlegur leikur. Það vantaði neista hjá báðum liðum í sóknarleiknum. Ef eitthvað er þá fannst mér Grindvíkingar spila boltanum betur. Það voru kannski meiri gæði í þeirra leik en á móti kemur þá fannst  mér við vera sterkari og líklegari aðilinn þótt Grindavík hafi spilað betur út á vellinum.

Við lokuðum vel á þá og þeir sköpuðu ekki mikið af færum en að sama skapi vorum við ekki heldur mikið í færunum. Heilt yfir þá var þetta sanngjarn jafntefli. Bæði lið voru eins og sást varkár og lítið um sóknarspil en samt sem áður var ekkert lagt upp með það. Menn áttu að vera djarfari og ákafari í sóknarleiknum en það var mikið sem vantaði upp.

Við hefðum þurft að vera meira á tánum fram á við og hreyfanlegri án bolta þá hefðum við náð að klára leikinn, en sú vara bara ekki raunin í kvöld.

Það vantar kannski að menn hafi meiri trú á sjálfum sér. Það er fín samstaða í liðinu og góður mórall og við höfum oft á tíðum gert vel eins og til dæmis í síðasta leik. Okkur finnst gaman í fótbolta og að spila fyrir Víking en menn verða kannski að færa það meira inn á völlinn," sagði Andri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×