Íslenski boltinn

Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok. „Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig."

Rúnar var sammála því að rauða spjaldið hefði verið ákveðinn vendipunktur.

„Já það gerði það að einhverju leyti. Við skoruðum fljótlega og tókum svo öll völd einum fleiri en náðum ekki að nýta það nógu vel. Bjuggum ekki til nein færi að ráði."

Um rauða spjald Tryggva Sveins Bjarnasonar hafði Rúnar þetta að segja.

„Hann hefur oft gert okkur skráveifu með því að skora á móti okkur. Hann fór kannski í klaufalega tæklingu og réttilega seinna gula spjaldið sem hann fær."

Rúnar gerði eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn, Dofri Snorrason kom inn í liðið í stöðu hægri bakvarðar og stóð sig mjög vel. Rúnar var hæstánægður með innkomu Dofra.

„Mér fannst Dofri frábær og lék þennan leik bara mjög vel."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: KR-ingar geta þakkað Tryggva fyrir stigið

Rautt spald Tryggva Sveins Bjarnasonar hálftíma fyrir leikslok var vendipunkturinn í 1-1 jafntefli Stjörnunnar og KR í Garðabænum í kvöld. Marki yfir tók Tryggvi slæma ákvörðun sem kom hans fyrrum félögum í Vesturbænum til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×