Íslenski boltinn

Tryggvi kinnbeinsbrotnaði í Keflavík í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Anton
Tryggvi Guðmundsson var fluttur burtu í sjúkrabíl í hálfleik á leik ÍBV og Keflavíkur í gær eftir samstuð við Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. Nú er komið í ljós að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess að hann er með sprungu undir auganu. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Tryggvi hafði komið ÍBV í 1-0 eftir 50 sekúndna leik en annan útileikinn í röð þurfti hann að yfirgefa völlinn áður en seinni hálfleikur hófst. Tryggvi fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik í sigrinum á Val á dögunum og hann hefur ekki haft heppnina með sér í leikjunum upp á landi.

Tryggvi verður örugglega frá í einhvern tíma vegna þessa en næsti leikur ÍBV er bikarleikur á móti Kjalnesingum en liðið spilar síðan við Víking eftir viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×