Enski boltinn

Hart: Nú þurfum við að vinna bikar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Joe Hart fagnar í kvöld.
Joe Hart fagnar í kvöld.
Joe Hart og félagar í Man. City voru að vonum himinlifandi eftir sigurinn á Tottenham í kvöld enda er City með sigrinum búið að tryggja sér þáttökurétt í Meistaradeildinni að ári.

"Þetta skiptir okkur gríðarlegu máli. Burtséð frá því félagið eyðir þá erum við leikmenn liðsins og við þurfum að skila árangri. Það verður frábært að heimsækja stærstu félög Evrópu á næstu leiktíð," sagði Hart en fram undan hjá liðinu er bikarúrslitaleikur um helgina.

"Nú þurfum við að vinna bikar og það skal gerast um helgina. Þetta var mikill áfangi og nú er kominn tími á að gefa stuðningsmönnunum bikar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×