Enski boltinn

Kaka hugsanlega á leið til Chelsea í skiptum fyrir Drogba

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kaka gæti spilað í London á næsta tímabili. Mynd. / Getty Images
Kaka gæti spilað í London á næsta tímabili. Mynd. / Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn, Kaka, hefur verið sterklega orðaður við Chelsea að undanförnu og nú þegar móðir hans hefur einnig tjáð sig um málið á Twitter þá telja breskir fjölmiðlar það aðeins vera tímaspursmál hvenær Roman Abramovich, eigandi félagsins, gangi frá kaupum á þessum snjalla leikmanni.

Simone Leite, móðir Kaka, skrifaði twitterfærslu um það að fjölskyldan væri að flytja sig um set yfir til London.

Kaka hefur ávallt verið mjög náin fjölskyldu sinni, en í gegnum tíðina hefur hún fylgt honum hvar sem hann spilar.

Leikmaðurinn hefur ekki náð að springa út hjá Real Madrid og því verður það að teljast líklegt að hann yfirgefi félagið í sumar.

Breskir fjölmiðlar halda því nú fram að Kaka fari í skiptum fyrir Didier Drogba, leikmanni Chelsea, og einhver fjárhæð fari einnig á milli klúbbana.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, mun hafa mikinn áhuga á því að fá Drogba til liðs við Madrídarliðið, en þeir unnu mikið saman í stjórnartíð Mourinho hjá Chelsea.

Roman Abramovich er sagður ætla hreinsa vel til í klúbbnum í sumar og vænta má þess að miklar breytingar verða á liðinu á næsta tímabili.

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, er einni talin vera virkilega valtur í sessi og að nýr stjóri taki við liðinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×