Enski boltinn

Micky Adams rekinn frá Sheffield United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Micky Adams rekinn frá Sheff Utd. Mynd. / Getty Imagse
Micky Adams rekinn frá Sheff Utd. Mynd. / Getty Imagse
Í morgun tók enska Championship-liðið Sheffield United þá ákvörðun að reka Micky Adams úr starfi sem framkvæmdarstjóra liðsins.

Adams var ráðin til liðsins í desember eftir að Gary Speed, þáverandi framkvæmdarstjóri Sheffield United, tók við landsliði Wales.

Undir stjórn Adams náði liðið aðeins að vinna fjóra leiki af þeim 24 sem hann stýrði liðinu, en það hafnaði í næstneðsta sæti deildarinnar og féll því niður í League One - deildina þar sem það mun leika í á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×