Enski boltinn

Simpson ætlar að aðstoða Man. Utd í titilbarátunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simpson í baráttunni við fyrrverandi liðsfélaga sinn Wayne Rooney. Mynd / Getty Images
Simpson í baráttunni við fyrrverandi liðsfélaga sinn Wayne Rooney. Mynd / Getty Images
Varnarmaður Newcastle, Danny Simpson, vill aðstoða Manchester United við að tryggja sér enska meistaratitilinn, en Newcastle leikur gegn Chelsea á sunnudaginn.

Simpson hóf feril sinn hjá Man. Utd. áður en hann færði sig um set yfir til Newcastle United á síðustu leiktíð.

Ef Newcastle nær í eitt stig eða meira skiptir engu máli hvernig leikur Manchester United gegn Blackburn fór daginn áður, þeir verða þá orðnir meistarar.

„Ég vill að Manchester United vinni deildina. Mig langar að vinna Chelsea og alla í liðinu langar slíkt hið sama. Ég mun hugsa til allra sem ég þekki í Manchester á sunnudaginn og mun reyna mitt besta til að ná fram úrslitum."

„Ef við náum góðum úrslitum þá mun ég líklega fá símtal frá Alex Ferguson eftir leikinn og nokkur sms frá leikmönnum liðsins," sagði Danny Simpson, fyrrverandi leikmaður Man. Utd. en núverandi leikmaður Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×