Enski boltinn

Kevin Nolan í aðgerð á ökkla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin Nolan í leik með Newcastle
Kevin Nolan í leik með Newcastle
Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle, mun fara í aðgerð á ökkla í vikunni og því missir hann af síðustu tveimur leikjum Newcastle á tímabilinu.

„Nolan hefur verið í vandræðum með ökklann á sér í gegnum stórann hluta af tímabilinu,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Núna þarf hann að fara í aðgerð svo hann verði búinn að ná fullum bata fyrir undirbúningstímabilið sem hefst í júlí“.

Newcastle er í 11. sæti deildarinnar með 44 stig og því öruggt með sæti sitt í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×