Enski boltinn

Kenny Dalglish skrifar undir þriggja ára samning við Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
King Kenny verður stjóri Liverpool næstu þrjú árin.
King Kenny verður stjóri Liverpool næstu þrjú árin. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish hefur skrifað undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool, en samningaviðræður hafa verið milli hans og eiganda klúbbsins undanfarna daga.

Dalglish tók við Liverpool á miðju tímabili eftir að Roy Hodgson var látinn taka poka sinn. Þessi fyrrverandi leikmaður Liverpool nýtur gríðarlegra vinsældar hjá stuðningsmönnum en Dalglish hefur gjörbreytt leik Liverpool frá því að hann tók við liðinu.

Liðið var í fallbaráttu þegar Dalglish tók við Liverpool, en hann hefur heldur betur haft góð áhrif á leikmenn liðsins, en í dag er Liverpool í 5. sæti deildarinnar.

Liverpool tekur á móti Tottenham næstkomandi sunnudag og með sigri tryggja þeir sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×