Enski boltinn

Dalglish: Ég ætla að eyða skynsamlega í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Liverpool og getur nú farið að huga að því að setja saman leikmannahóp liðsins fyrir næsta tímabil. Dalglish tók við liðinu tímabundið í janúar en fékk nýjan samning eftir að hafa gerbreytt spilamennsku og gengi liðsins.

„Það skiptir ekki máli hvort þú kaupir leikmenn á mikinn eða lítinn pening heldur er aðalatriðið að eyða peningunum af skynsemi. Ég hef pening til þess að eyða í leikmenn en það mun ekki tryggja eitt eða neitt. Ég ætla að eyða skynsamlega í leikmenn í sumar," sagði Kenny Dalglish.

„Eins og hjá öllum fótboltaklúbbum þá verða einhverjar hreyfingar á mönnum inn eða út og ég er viss um að það verður nóg af pælingum um hver sér að koma eða fara. Þið munið jafnvel þekkja einhver nöfnin," sagði Dalglish léttur að vanda.

„Við ætlum að stunda góð viðskipti í sumar og því betur sem það tekst því betur mun ganga í framhaldinu," sagði Dalglish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×