Enski boltinn

Peter Reid spáir Stoke sigri á Man City í bikarúrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Reid.
Peter Reid. Mynd/Nordic Photos/Getty
Peter Reid fyrrum stjóri Manchester City og aðstoðarstjóri hjá Stoke, hefur trú á því að Stoke vinni lið Manchester City í bikarúrslitaleiknum um helgina.

Peter Reid er nú stjóri Kára Árnasonar og félaga hans í Plymouth Argyle en hann hætti sem aðstoðarstjóri Tony Pulis á síðasta ári.

„Ég held að Stoke muni vinna þennan leik því það er miklu minni pressa á þeim og svo sáum við hvernig þeir spiluðu í undanúrslitaleiknum," sagði Peter Reid.  

Reid er samt ekki á því að tap muni þýða endalok Ítalans Roberto Mancini í stjórastólnum hjá Manchester City.

„Ég held að hann fái að halda áfram með liðið hvernig sem fer á Wembley. Hann er búinn að gera það sem beðið var um með því að koma liðinu í Meistaradeildina og allt annað er bónus," sagði Peter Reid.

„Það er bara þannig að erfiðasti bikarinn er sá fyrsti. Ef City tapar þessum bikarúrslitaleik þá verður það mikið áfall fyrir stuðningsmenn félagsins. Félagið þarf á bikar að halda því þeir hafa ekki unnið neitt í meira en 30 ár. Stuðningsmenn City hafa átt erfitt ekki síst þegar félagið fór alla leið niður í C-deildina," sagði Peter Reid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×