Enski boltinn

Adebayor spenntur fyrir Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adebayor fagnar í leik með Man. City.
Adebayor fagnar í leik með Man. City.
Framtíð framherjans Emmanuel Adebayor er enn í óvissu og hann virðist vera opinn fyrir flestu öðru en að fara aftur til Man. City.

Hann var lánaður frá félaginu til Real Madrid þar sem hann hefur staðið sig vel. Ekki er talið ólíklegt að Madrid geri tilboð í leikmanninn.

Adebayor skoraði tvö mörk gegn Tottenham í Meistaradeildinni og mátti þola níðsöngva frá stuðningsmönnum Tottenham. Engu að síður er hann til í að spila fyrir félagið.

"Ég heyrði þessa söngva og þeir særðu mig því áður en ég fór til Real þá vildi ég fara til Spurs," sagði Adebayor.

"Ég tók söngvana samt ekki alvarlega. Þetta fylgir boltanum. Leikmenn andstæðingana fá venjulega að heyra það.

"Ég væri samt til í að spila fyrir Tottenham. Kannski voru þessir stuðningsmenn reiðir því ég var að skora á móti þeirra liði," sagði framherjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×