Enski boltinn

Ferguson kærður fyrir að hrósa dómara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn á ný verið kærður fyrir ummæli sem hann hafði um knattspyrnudómara. Í þetta sinn fyrir að hrósa einum þeirra - Howard Webb.

Webb dæmdi viðureign Manchester United og Chelsea um síðustu helgi og sagði Ferguson fyrir leikinn að þeir hefðu fengið „besta dómarann í það verkefni“.

Samkvæmt lögum enska knattspyrnusambandsins megar knattspyrnustjórar liða ekki ræða um dómara fyrir leiki. Ferguson lét ummælin falla á föstudegi, tveimur dögum fyrir leik.

Ferguson er nýbúinn að taka út fimm leikja bann fyrir að gagnrýna Martin Atkinson, knattspyrnudómara, fyrir frammistöðu hans í leik United gegn Chelsea þann 1. mars.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum þykir þó ólíklegt að Ferguson þurfi að taka út leikbann vegna nýjustu kærunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×