Erlent

Framkvæmdastjóri AGS handtekinn vegna kynferðisbrots

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er sakaður um kynferðisbrot.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er sakaður um kynferðisbrot.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn í New York í dag. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn hótelþernu, eftir því sem fram kemur á vef The New York Times.

Blaðið segir að Strauss-Kahn hafi verið handtekinn á Kennedyflugvelli þegar að hann var á leið í flug til Parísar. Strauss-Kahn hefur verið orðaður við forsetaframboð í næstu kosningum í Frakklandi.

Meint brot Stauss-Kahn gegn hótelþernunni mun hafa átt sér stað á hóteli á Times Square í New York fyrr í dag.

Eins og alkunna er eiga Íslendingar í miklum samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vegna efnahagsáætlunar sem ríkisstjórninn vann í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn skömmu eftir bankahrun.




Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri AGS ákærður fyrir nauðgun

Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, var handtekinn í New York í Bandaríkjunum í gærkvöld, sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í borginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×