Erlent

Kjarnakljúfarnir í Fukushima ekki teknir í notkun að nýju

Japönsk stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að fjórir kjarnakljúfar af sex í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, sem varð illa úti í jarðskjálftanum á dögunum, verði teknir úr umferð.

Þetta var tilkynnt nú í morgun en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hina tvo kljúfana, hvort þeir verði gangsettir á ný síðar. Sjórinn við Fukushima kjarnorkuverið í Japan, sem varð illa úti í jarðskjálftanum á dögunum, mælist mun geislavirkari en áður hefur verið talið. Á einum stað þar sem mælt, um 300 metra frá landi, reyndist geislavirkt joð vera rúmlega þrjúþúsund-falt yfir hættumörkum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×