Enski boltinn

Chicharito að fá nýjan samning hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enski vefmiðillinn Goal.com staðhæfir í dag að Javier Hernandez, einnig þekktur sem Chicharito, verði verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á tímabilinu með nýjum samningi við Manchester United sem mun gilda til næstu fimm ára.

Talið er að Hernandez fái umtalsverða launahækkun en hann er í dag sagður vera með um 40 þúsund pund í vikulaun. Viðræður munu vera í gangi og stefnt að því að ganga frá nýjum samningi fyrir sumarfrí.

Spænska félagið Real Madrid er sagt hafa áhuga á kappanum og er það talið flýta fyrir viðræðum um nýjan samning. Chicharito er á sínu fyrsta tímabili hjá United og hefur skorað þrettán mörk í öllum keppnum til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×